Allar almennar bíla-, báta- og búvélaviðgerðir.

Eigum alltaf fyrirliggjandi á lager algengustu vara- og íhluti svo sem bremsuklossa og -borða, rafgeyma, síur og perur, ásamt þurrkublöðum, olíum og dekkjum. Pöntum aðra hluti hratt og örugglega.

Smurþjónusta

Regluleg endurnýjun á smurolíu og smursíu er einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að viðhalda vélinni og hámarka endingu hennar. Olía missir smureiginleika sína við notkun og því þarf að tryggja að skipt sé um hana reglulega. Sé því ekki sinnt getur það leitt til alvarlegar bilunar eða jafnvel úrbræðslu vélarinnar. Það getur því marg borgað sig að passa upp á regluleg síu og olíuskipti. Skiptum einnig um loftsíur, eldsneytissíur og frjóagnasíur eftir beiðni.
Við vekjum athygli á því að aðstæður hafa áhrif á tíðni olíuskipta. Tölur sem gefnar eru upp af bílaframleiðendum eru einungis viðmið um olíuskipti við bestu mögulegu aðstæður. Reynslan hefur sýnt að við íslenskar aðstæður – sem einkennast af stuttum vegalengdum, rysjóttu veðurfari, ryki og miklum hitasveiflum – er ráðlegt að helminga tímann/vegalengdina sem uppgefin er af framleiðanda og skipta því oftar um olíu og síur.
Á milli olíuskipta er ráðlegt að fylgjast vel með magni olíu á vélinni og fylla á ef þörf krefur. Í handbók bílsins má finna upplýsingar um magn smurolíu sem skal vera á vélinni.

Dekkjaþjónusta

Dekkjaskipti, umfelganir og jafnvægisstilingar dekkja er nokkuð sem bíleigendur huga að jafnaði að tvisvar á ári. Við sjáum um allt sem tengist dekkjunum og eigum á lager algengustu stærðir dekkja, sumar-, heilsárs- og vetrardekk, nelgd eða ónegld sem og harðkornadekk. Sérpöntum aðrar stærðir eftir beiðni. Góð dekk geta skipt sköpum um öryggi bifreiðarinnar.
Athygli er vakin á því að leyfilegt er að aka á negldum dekkjum á tímabilinu 1. nóvember – 14. apríl ár hvert.